Fiskasápa・Hvít
Skemmtileg sápa frá einum helsta sápuframleiðanda Japans, Tamanohada. Sápan er í laginu eins fiskur og ilmar af liljum. Tilvalin gjöf fyrir þá sem eiga allt.
Kólguflekkur er vinsæll fiskur sem táknar gæfu í japanskri menningu vegna tengingar hans við orðið medetai sem notað er til að óska einhverjum hamingju. Af þessari ástæðu er vinsælt er að gefa vörur með tengingu í fiskinn í gjafir, sérstaklega innflutningsgjafir.
Sápurnar eru handgerðar í Tokyo þar sem Tamanohada hefur verið með starfsemi sína síðan árið 1892. Notast er við handskorið konfektmót úr viði — sem kallað er kashigata — til að framleiða sápuna. En alla jafna er það notað til að búa til Rakugan, japanskt sælgæti.
Sápurnar frá Tamanohada eru gerðar úr náttúrulegri jurtaolíu og má nota til að þvo líkama, andlit eða hendur á mildan hátt.
Tokyo, Japan
— Stærð: 110×35×320 mm með snæri
— Stærð kassa: 118×48×235 mm
— Þyngd: 345 g
Sodium palmate, water, sodium palm kernelate, glycerin, sorbitol, palm kernel acid, fragrance, sodium chloride, tetrasodium etidronate, tetrasodium EDTA, titanium dioxide og snæri úr hör.