Sanna Völker

  

Sanna Völker er sænskur húsgagna- og vöruhönnuður sem búsett er í Barcelona. Verkum hennar má lýsa sem leit að jafnvægi milli hráleika og fágunar og hefur hönnun hennar hefur oft tilvísanir í arkitektúr og brútalisma.

Afskipti manna af náttúrunni er þema sem hún kannar oft í verkum sínum og parar við vanda umhverfismála. Sanna hefur mikinn áhuga á handverki og hvernig hægt er að umbreyta hefðbundnum efnum á nýtískulegan hátt og vinnur með handverksfólki víðsvegar í heiminum.