HA KO

 

Sagan segir að reykelsishefð Japans hafi fæðst úr einu stykki af ilmandi agarviði sem rak á klettótta strönd Awaji-eyju á 6. öld. Enn þann dag í dag, þrátt fyrir breytingar í gegnum aldirnar, er Awaji enn miðpunktur fíns ilms í Japan.

Framleiðandi reykelsanna eru fagmenntaðir iðnmenn Koushou-do, en fyrirtækið var stofnað fyrir meira en 120 árum síðan. Þeir hafa í gegnum árin framleitt sum bestu reykelsa heims og tekið þátt í að þróa listform sem nefnist  Kōdō (香道, „The Way of Fragrance“) og talin er ein af þremur fágunarlistum Japans ásamt Kadō (華道 „The Way of Flowers“) og Chadō (茶道, „The Way of Tea“). Pappírsreykelsin eru nýjasta afurð fyrirtækisins, en þau voru 5 ár í þróun.