Frama

 

Frama er þverfaglegt sköpunarhús sem býr til vörur sem hvetja til núvitundar og örva skynfærin. Merkið leggur áherslu á náttúruleg efni, einföld form og gæði án málamiðlana — þannig nær það á einstakan hátt að tengja það huglæga við það praktíska sem skilar sér í beinskeittri fagurfræði.

Frá stofnun Frama árið 2011 hefur merkið nálgast viðfangsefni sín á hátt sem tengir nýja tækni við gamlar hefðir og framleiðsluaðferðir og hefur þannig náð að skapa heildstætt útlit á vörusöfn sín, en merkið framleiðir húsgögn, ljós, heimilismuni, textílvörur og fleira. Höfuðstöðvar Frama eru staðsettar í Nyboder hverfinu í Kaupmannahöfn og þar eru vinnustofa og verslunarhúsnæði þeirra í hinu sögufræga St. Pauls Apotek sem stofnað var árið 1878.