Theodóra Alfreðsdóttir

 

Theodóra er íslenskur vöruhönnuður og er búsett í London. Hún lauk BA námi frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og MA gráðu frá Royal College of Art í London 2015.

Síðan þá hefur hún unnið að sjálfsprottnum verkefnum ásamt því að vinna fyrir aðra hönnuði, svo sem Philippe Malouin og Bethan Laura Wood. Verk hennar snúast um þá sögu sem hlutir geta sagt okkur, hvernig þeir geta verið til vitnis um framleiðsluferlið sem þeir fóru í gegn um, sagt til um hvað gerðist milli vélar / verkfæris, handverksmanns og efnis með það að leiðarljósi að endurskoða gildi efnisheimsins í kring um okkur.

Theodóra rekur sitt eigið stúdíó á milli London og Reykjavíkur en meðfram því kennir hún við London Metropolitan University og Listaháskóla Íslands.