Pigmentarium

 

PIGMENTARIUM er tékkneskt ilmvatnshús stofnað af Tomas Ric og Jakub Florian Hiermann árið 2018. Jakub lærði ilmvatnsgerð í London þar sem hann bjó áður en hann flutti aftur til heimaborgar sinnar Prag. Tomas, sem hefur bakgrunn úr tískuiðnaðinum, er framkvæmdastjóri PIGMENTARIUM. Saman vinna þeir að draumi sínum að eiga samskipti við heiminn í gegnum ilm.

Hin einstaka listræna tjáning þeirra er innblásin af fortíðinni og byggð á gamalgrónum aðferðum ilmvatnsmeistara, sem tengir saman hið hefðbundna og hið óhefðbundna, út fyrir skammlífa tískustrauma. Með áherslu á handverk og sköpun, þróa þeir tímalausa ilmi sem eru eftirminnilegir og veita innblástur fyrir þau sem bera þá og hversdagslíf þeirra.

Fjallað hefur verið um PIGMENTARIUM af stórum tímaritum eins og Vogue CS, Harper’s Bazaar, ELLE, Forbes ásamt fleirum.