Hröð en engu að síður víðförul tilfinning sem rennur í gegnum æðarnar. Allt í einu hafa orð lit, hljóð hefur lykt og snerting hefur bragð. Það eina sem þarf til þess að falla fyrir sætri unun lífsins er hvernig sólargeislarnir kyssa grænbláa vatnið á morgnana, hvernig litlu droparnir glitra á húðinni, meðan ósögð orðin heyrast hærra en lági takturinn í bakgrunninum, sá sem fær þig alltaf til að dansa. PARADISO felur í sér kæruleysi alls þessa, sem lætur þig finna fyrir kynþokkanum sem aldrei fyrr.
Toppur — Grapefruit・Tangerine・Rhubarb
Hjarta — Juniper・Berries・Pepper
Grunnur — Vetiver・Patchouli・Ambergris
PIGMENTARIUM er tékkneskt ilmvatnshús stofnað af Tomáš Ric og Jakub Florian Hiermann árið 2018. Jakub lærði ilmvatnsgerð í London þar sem hann bjó áður en hann flutti aftur til heimaborgar sinnar Prag. Tomáš, sem hefur bakgrunn frá tískuiðnaðinum, er framkvæmdastjóri PIGMENTARIUM. Saman vinna þeir að draumi sínum að eiga samskipti við heiminn í gegnum ilm.
Prag, Tékkland
— Stærð: 50 ml
— Ilmvatnið hentar öllum kynjum.
— Spreyið á háls og úlnlið eftir þörfum.
— Haldið ilmvatninu frá augum, munni, börnum og dýrum.