Genesis snertir við manni með frískleika sínum. Kjarni ilmvatnsins vísar til paradísar ásamt frumsyndarinnar — upprunans. Genesis eða 1. Mósebók er rannsókn á sköpun, erfðasynd, réttlætingu og sátt; bókin um upphafið.
Fyrsta snertingin við ilmvatnið birtist með lárviðarlaufum og aldehýðum. Í miðjunni er bjartur ilmur járnurtar, dalalilju og græns eplis, sem tákn fyrir hið viðkvæma. Í grunntónunum má finna fíkjulauf, rósavið, moskus og ambroxan. Saman draga ilmirnir fram tilfinningu um þekkingu. 1. Mósebók minnir okkur á sakleysið sem hvert og eitt okkar bar eitt sinn innra með okkur.
Toppur — Laurel・Aldehydes
Hjarta — Verbena・Lily of the valley・Green apple
Grunnur — Fig leaves・Rosewood・Musk・Amber
PIGMENTARIUM er tékkneskt ilmvatnshús stofnað af Tomáš Ric og Jakub Florian Hiermann árið 2018. Jakub lærði ilmvatnsgerð í London þar sem hann bjó áður en hann flutti aftur til heimaborgar sinnar Prag. Tomáš, sem hefur bakgrunn frá tískuiðnaðinum, er framkvæmdastjóri PIGMENTARIUM. Saman vinna þeir að draumi sínum að eiga samskipti við heiminn í gegnum ilm.
Prag, Tékkland
— Stærð: 50 ml
— Ilmvatnið hentar öllum kynjum.
— Spreyið á háls og úlnlið eftir þörfum.
— Haldið ilmvatninu frá augum, munni, börnum og dýrum.