Genesis snertir við manni með frískleika sínum. Kjarni ilmvatnsins vísar til paradísar ásamt frumsyndarinnar — upprunans. Genesis eða 1. Mósebók er rannsókn á sköpun, erfðasynd, réttlætingu og sátt; bókin um upphafið.
Fyrsta snertingin við ilmvatnið birtist með lárviðarlaufum og aldehýðum. Í miðjunni er bjartur ilmur járnurtar, dalalilju og græns eplis, sem tákn fyrir hið viðkvæma. Í grunntónunum má finna fíkjulauf, rósavið, moskus og ambroxan. Saman draga ilmirnir fram tilfinningu um þekkingu. 1. Mósebók minnir okkur á sakleysið sem hvert og eitt okkar bar eitt sinn innra með okkur.
Toppur — Laurel・Aldehydes
Hjarta — Verbena・Lily of the valley・Green apple
Grunnur — Fig leaves・Rosewood・Musk・Amber
Pigmentarium er fyrsta stjálfstæða ilmvatnshúsið í Tékklandi sem kynnti frumraun sína í Prag haustið 2018 með Ad Libitum ilminum. Vörumerkið er undir sterkum áhrifum ungu kynslóðarinnar með tengsl við listheiminn og lífsstíl Tékklands á fyrri hluta tuttugustu aldar. Ilmvatnssafn Pigmentarium stækkar ár frá ári og samanstendur af hágæða ilmum með áherslu á handverk og sjálfbærni og náið samstarf við lítil, að mestu staðbundin, fjölskyldurekin fyrirtæki.
Prag, Tékkland
— Stærð: 50 ml
— Ilmvatnið hentar öllum kynjum.
— Spreyið á háls og úlnlið eftir þörfum.
— Haldið ilmvatninu frá augum, munni, börnum og dýrum.