Skilmálar

Velkomin í vefverslun Mikado. Með því að versla í vefverslun okkar samþykkir þú eftirfarandi skilmála:

AFHENDING VÖRU

Þegar þú verslar í vefverslun Mikado hefurðu val um að sækja vöruna í verslun á Tryggvagötu 23 í Reykjavík eða fá hana senda með Dropp eða Flytjanda. Afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Dropp gilda um afhendingu á vörum. Pantanir eru sendar innan þriggja virkra daga. Pantanir sem gerðar er um helgi eru sendar næsta virka dag á eftir. Almennt er gert ráð fyrir 2-4 virkum dögum og pakkinn er sendur á afhendingarstað Dropp/Flytjanda eða heim, skv. vali viðskiptavinar.

Mikado áskilur sér rétt til að hætta við pöntun og endurgreiða viðskiptavini ef vara reynist uppseld eða ef rangar verðupplýsingar hafi verið í vefverslun.

Mikado ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.

INNPÖKKUN

Hægt er að fá vörur innpakkaðar í gjafapappír bæði úr verslun sem og úr vefverslun. Við bjóðum því miður ekki upp á innpökkun á stærri hlutum og á álagstímum getur komið fyrir að innpökkun sé ekki í boði.

SÉRPANTANIR

Við bjóðum upp á sérpantanir hjá vörumerkjum okkar. Fyrirspurnir varðandi sérpantanir skal senda á mikado@mikado.store. Afhendingartími sérpantana getur verið frá 4–12 vikum. Við förum fram á innborgun við pöntun og eftirstöðvar skal greiða við afhendingu. Sérpöntunum fæst hvorki skilað né skipt.

SKIL Á VÖRU SEM KEYPT ER Í NETVERSLUN

Samkvæmt reglum um rafræna verslun er 14 daga skilafrestur að því tilskildu að varan sé í upprunalegum umbúðum og í sama ástandi og hún var afhent. Endurgreiðsla fer í gegnum greiðslukortafyrirtækið á sama kort og var skuldfært í upphafi. Sendið tölvupóst á mikado@mikado.store ef þið viljið skila eða skipta og við munum ganga frá endurgreiðslu / annarri vöru ef óskað er. Sendið vöruna á Mikado ehf., v/vefverslun, Tryggvagata 23, 101 Reykjavík. Sendingarkostnaður við skil er greiddur af kaupanda nema ef um galla eða ranga vöru er að ræða.

VERÐ OG GREIÐSLA

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Öll verð í netversluninni eru með VSK.

Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Hægt er að velja um sendingu á næsta afhendingarstað Dropp á 750 kr. eða heimsendingu upp að dyrum á 1.350 kr. Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 12.000 kr. eða meira. Greiðsla fer fram með greiðslukorti, Visa eða Mastercard á öruggu vefsvæði Teya sem sér um meðhöndlun kortaupplýsinga. Fyrir frekari upplýsingar þjónustu Teya bendum við á heimasíðu þeirra. Mikado ehf. áskilur sér rétt til að hætta með vörur í sölu.

TRÚNAÐUR OG PERSÓNUVERND

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila nema nauðsynlegar upplýsingar til að senda vöruna, þ.e. heimilisfang, símanúmer og netfang. Ef hakað er við að viðskiptavinur óski eftir að fá að vita af nýjum vörum og sérstökum tilboðum þá munum við geyma netfang og nafn viðskiptavina.

Neðst á öllum markpósti senda á póstlista sinn er einnig hnappur sem býður upp á að láta fjarlægja það netfang sem pósturinn var sendur á af póstlistanum.

VAFRAKÖKUR

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja góða upplifun fyrir notendur. Vafrakaka (e. Cookie) er lítil textaskrá sem vafrinn vistar í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir vefinn. Upplýsingarnar í kökunni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu og þær upplýsingar til að bæta vefinn, þjónustuna o.fl.

Með því að samþykkja notkun á vafrakökum heimilar þú vefnum m.a.

að bera kennsl á notendur sem hafa komið áður og sníða þá leit, þjónustu, ofl. í samræmi við fyrri notkun og stillingar

að safna saman tölfræðilegum upplýsingum sem notaðar eru til gefa innsýn til að bæta vefsvæðið og þjónustuna

að birta notendum auglýsingar

að safna og senda tilkynningar um fjölda notenda og umferð um vefinn

Við notum Google Analytics til að til vefmælinga. Upplýsingar sem Google Analytics safnar eru ekki persónugreinanlegar upplýsingar. Við notum Facebook og Google Ads til að mögulega birta auglýsingar til notenda sem heimsótt hafa vefsvæðið en það er gert án þess að notast við persónugreinanlegar upplýsingar.

Ef þú vilt ekki heimila slíkt getur þú slökkt á þeim í stillingum í vafranum.

Mikado ehf. — Kt. 441120-0360 — Tryggvagata 23, 101 Reykjavík — mikado@mikado.store — VSK-númer: 139292

Síðast uppfært: 9. apríl 2024