Higonokami

Vasahnífur・S

Útsöluverð Verð 5.490 kr Verð Verð  per 

Þessi vasahnífur, kallaður Higonokami (肥後守), á sér langa sögu. Fæðing hans á rætur sínar að rekja aftur til loka 19. aldar, á þeim tíma þegar járnsmiðir urðu að nýta hæfni sína í annað en gerð sverða eftir að umbætur Meiji keisara ollu hnignun samúræjastéttarinnar.

Higonokami vasahnífurinn var fyrst framleiddur árið 1896 þegar maður að nafni Tasaburo Shigematsu bað járnsmið að nafni Teji Murakami að endurskapa hníf sem hann hafði í fórum sér sem kom frá Kyūshū í Japan. Þessi hnífur hafði þó þann galla að það vantaði vélbúnað til að stöðva blaðið svo það færi ekki of langt aftur við notkun. Sagan segir að það hafi verið Murakami sem ákvað að bæta við blaðstöng sem gefur hnífnum sitt helsta einkenni og leysa þannig vanda Shigematsu. Hnífurinn heitir Higo no Kami, sem á ensku mætti þýða sem „Lord of Higo“. Þetta er vegna þess að upprunalegi hnífurinn kom frá Kyūshū, svæði sem á þeim tíma var kallað Higo.

Nafnið „Higonokami“ er lögverndað heiti og aðeins framleiðandi hnífsins, Nagao Kanekoma, hefur leyfi til að nota það. Hver hnífur er handgerður og er mjög sérstakur hluti af japanskri sögu.

Upplýsingar

/ Stærð: 55×5 mm lokaður, 91×5 mm opinn
/ Efni: "Warikomi" stál, látún (e. brass)
/ Þykkt hnífsblaðsins er um 3 mm.

Hyogo, Japan