Sinafu Hotei skálin er handgerð í Yamanaka héraði Japans, þar sem trésmíði hefur viðhaldið lífi á svæðinu í aldaraðir. Skálin var hönnuð af Kenichiro Oomori sem hafði það að markmiði að upphefja bestu einkenni viðarmuna frá svæðinu.
Skálin er handgerð og rennd úr hinum eftirsótta Zelkova viði samkvæmt aldagömlu framleiðsluferli sem er eins viðkvæmt og ítarlegt og munirnir sjálfir. Allt frá nákvæmum útskurði til lökkunar, mótar japönsk trésmíði hefðbundnar aðferðir í nútímaform. Niðurstaðan eru glæsilegir, ótrúlega léttir munir sem eru eins hagnýtir og þeir eru fallegir.
Yamanaka, Japan
— Stærð: Ø110×75 mm
— Efni: Japanskur Zelkova viður
Skálina má ekki setja í örbylgjuofn, ofn eða uppþvottavél og ætti að þvo með mildri sápu og þurrka strax eftir notkun.
Vinsamlegast athugið að þar sem skálarnar eru handgerðar mun örlítill blæbrigðamunur vera á milli eintaka.