Þessir einstöku japönsku blævængir, betur þekktir sem Shibu-Uchiwa, koma frá Kurikawa Shoten í Kumamoto héraði Japans, þar sem framleiðsla þeirra hefur farið fram frá árinu 1600.
Hver Shibu-Uchiwa er nostursamlega handgerður úr bambus og japönskum washi-pappír sem húðaður með tanníni úr döðluplómum (kaki-shibu) sem gerir pappírinn einstaklega sterkan og endingargóðan. Með góðri meðferð munu blævængirnir endast áratugum saman og litur þeirra dýpka fallega eftir því sem þeir eldast.
Sagan segir að farandprestur frá Marugame, borg sem fræg var fyrir Uchiwa, hafi kennt borgarbúum í Kutami, Kumamoto, framleiðsluaðferð blævængjanna gegn því að leyfa honum að gista eina nótt í borginni. Kutami varð síðar talin ein af þremur mikilvægustu borgum Japans í framleiðslu Uchiwa, ásamt Marugame og Kyoto.
Á japönsku má þýða orðið Kutami gróflega sem „fólk kemur“ og því voru blævængir þaðan taldir laða fólk að og hafa góð áhrif á viðskipti. Því urðu þeir fljótt að vinsælli gjafavöru sem átti að færa viðtakandanum heppni.
Kurikawa Shoten er eina verkstæði Japans sem erfir framleiðsluhefð Kutami borgar og jafnframt þau einu sem geta kallað blævængi sína Shibu-Uchiwa.
Nota má Shibu-Uchiwa á ýmsa vegu, til að kæla sig niður, kæla mat, slökkva á kertum eða einfaldlega sem veggskraut sem minnir á þennan mikilvæga menningararf Japans.
Kumamoto, Japan
— Stærð: 365×255 m
— Þyngd: 22 g
— Efni: Bambus & washi-pappír