Shelf Library H1852・Stál
Þessi vara er sérpöntun. Afhendingartími 4-6 vikur.
Hillurnar voru hannaðar af Kim Richardt árið 2020 og er nýstárleg uppfærsla á hinum hefðbundu hansahillum sem við flest þekkjum.
Shelf Library úr ryðfríu stáli er framhaldslína af eldri hillulínu frá Frama. Hillurnar koma í einingakerfi og eru festar með gegnheilum stálskrúfum og teinum sem einnig eru úr ryðfríu stáli. Auðvelt að setja hillurnar saman og raða á ýmsan hátt. Þessi frábæra hönnun hentar hvaða rými sem er og skapar látlausan bakgrunn fyrir hina ýmsu hluti.
Frama er þverfaglegt sköpunarhús sem býr til vörur sem hvetja til núvitundar og örva skynfærin. Merkið leggur áherslu á náttúruleg efni, einföld form og gæði án málamiðlana — þannig nær það á einstakan hátt að tengja það huglæga við það praktíska sem skilar sér í beinskeittri fagurfræði.
Kaupmannahöfn, Danmörk
Inniheldur:
3 × brautir H185,2 cm.
4 × hillur D20 cm / B80 cm, með teinum til að hengja upp.
4 × hillur D27 cm / B80 cm, með teinum til að hengja upp.
Efni: Ryðfrítt stál, skrúfur, brautir og teinar.
Hillurnar koma klárar til samsetningar.
Hver hilla heldur allt að 20 kg (fer eftir efni veggs og hvernig hillan er hengd upp).
Sveigjanleiki: Hægt er að færa til hillurnar til, ásamt því að hægt er að sérsníða einingakerfið eftir eigin höfði með viðbætum úr hillulínunni.