Manstu eftir gömlu Marlboro-auglýsingunum? Maður og hestur við opinn eld á sléttunni undir björtum kvöldhimni. Einkennandi mynd fyrir anda bandaríska vestursins með öllum sínum skírskotunum í karlmennsku og einstaklingsfrelsi.
Í bjarmanum af glóðinni hallar maðurinn sér að snjáðum leðurhnakk, einsamall gagnvart eyðimerkurvindinum. Táknmynd alls sem karlmenn vildu verða og konur vildu eignast ...
Þessi minning er innblásturinn fyrir SANTAL 33 og metnaðinn til að skapa ilm sem fangar anda bandarísku goðsagnarinnar og önnur lönd geta bara látið sig dreyma um ...
Ilmur sem kemur til skila munúðinni sem táknmyndin felur í sér ... heillar öll kyn ... og kynnir til sögunnar kardimommu, sverðlilju, fjólu og ambrox sem blandast saman og veita þessari reykkenndu viðarblöndu (ástralskur sandelviður, papýrus, sedrusviður) kryddaða og leðurkennda moskustóna. Þannig verður til einkennandi og notalegur ilmur sem hentar öllum kynjum.
Í stuttu máli er SANTAL 33 ... Opinn eldur … reykjarslæða … þar sem munúðin dvelur í myrkrinu.
Grasse — New York
— Stærð: 9 ml
— Ilmvatnsolían hentar öllum kynjum.
— Formúlan er byggð á safflorolíu og inniheldur ekki alkóhól.
— Allar vörur frá Le Labo eru án parabena og rotvarnarefna, eru vegan og hafa ekki verið prófaðar á dýrum.