Frama

Rivet Box・Hliðarborð

Útsöluverð Verð 119.990 kr Verð Verð  per 

Rivet hliðarborðið var hannað af Jonas Trampedach árið 2014 og er fjölhæft húsgagn sem hentar hvaða rými sem er. Hægt er að nota borðið bæði lárétt og lóðrétt, sem borð, geymslu, stöpul eða sambland af öllu þrennu.

Aðferðin við gerð borðsins er byggð á sögulegu handbragði þar sem leiser-skornar álplötur sem eru hamraðar saman með ákveðinni tækni (e. riveting). Hönnunin er samtal á milli handverks og iðnframleiðslu sem leyfir hrein- og heiðarleika efnisins að njóta sín sem best.

Frama er þverfaglegt sköpunarhús sem býr til vörur sem hvetja til núvitundar og örva skynfærin. Merkið leggur áherslu á náttúruleg efni, einföld form og gæði án málamiðlana — þannig nær það á einstakan hátt að tengja það huglæga við það praktíska sem skilar sér í beinskeittri fagurfræði.

Upplýsingar
/ Stærð: H48×B32,8×D32,8 cm
/ Efni: Ómeðhöndlað ál
/ Vegna ómeðhöndlaðs áls sem varan er gerð úr, gætu rispur og náttúrulegar óreglur á yfirborðinu verið til staðar á skápnum frá upphafi.

Umhirða
Örlítill áferðarmunur getur verið á borðunum vegna handverksins. Ómeðhöndlað álið mun tjarna (e. patinate) með tímanum ásamt því að rispur og litabreytingar munu eiga sér stað. Í okkar augum er þetta fallegt ferli sem gefur hverjum hlut einstakt og persónulegt yfirbragð. 

Hægt er að fræðast um framleiðsluferlið og efnisvalið hér.

Kaupmannahöfn, Danmörk