Ripple・Fljótandi vasi
Verð
2.290 kr
Verð
per
Ripple vasinn fær lögun sína frá gárum vatns og er hannaður til að svífa um í skál með vatni. Vasinn er hannaður af oodesign, margverðlaunaðri hönnunarstofu sem starfrækt er í Tokyo af Taku Omura.
Eina sem þarf að gera er að setja blóm í gatið í vasanum, fylla skál af vatni og setja vasann á flot. Hann mun svo fljóta um á dáleiðandi hátt.
Best er að nota lítil og létt blóm til að varna því að vasinn sökkvi.
Tokyo, Japan
— Stærð: Ø52 mm・H20 mm
— Þyngd: 3,6 g
— Efni: Polycarbonate
— Aðeins til notkunar innandyra.
— Æskilegt er að blómin sem notuð eru séu ekki hærri en 10 cm.
Mikado | Hafnartorgi