Reykelsisstandurinn frá S/N var hannaður til að grípa ösku sem fellur til við brennslu reykelsa auk þess að hafa nægilega þyngd til að styðja við lengri reykelsi.
S/N serían er samvinnuverkefni Taku Shinomoto, hönnuðar Hasami Porcelain, og iðnmeistara málmsteypuiðnaðarins á vegum Nousaku Inc. í Takaoka, Toyama í Japan. Bærinn Takaoka er vel þekktur í Japan og á yfir 400 ára sögu af framleiðslu hágæða muna úr látúni (e. brass).
Með steypuaðferðum sem kenndar hafa verið frá kynslóð til kynslóðar var Nousaku Inc. stofnað árið 1916. Í upphafi var fyrirtækið fyrst og fremst framleiðandi altarisbúnaðar, teáhalda og blómavasa en undanfarin ár hefur fyrirtækið beint sjónum sínum að borðbúnaði, innanhússvörum og ljósabúnaði.
Látún hefur langa sögu í Asíu og hefur samkvæmt hefðinni verið notað í altarisbúnað og aðra muni sem gegna trúarlegum tilgangi. Öldrun, eða tjörnun, látúnsins er eitt af einkennum þess og hefur lengi verið vel liðið af Japönum sem kunna að meta það einstaka og persónulega yfirbragð sem tjörnunin gefur því. Með réttri umhirðu og umönnun munu vörurnar frá S/N endast í áratugi.
Takaoka, Toyama, Japan
— Efni: Látún (e. brass)
— Stærð: 95×24 mm
— Þyngd: 340 g
Ólakkað látún mun tjarna með tíma og notkun, það er algjörlega skaðlaust. Í okkar augum er þetta fallegt ferli sem gefur hverjum hlut einstakt og persónulegt yfirbragð en ef eigandinn kýs að halda í upprunalegan gljáa er einfaldlega hægt að þurrka af hlutnum með koparhreinsi.