Le Labo

Patchouli 24・50 ml

Útsöluverð Verð 32.990 kr Verð Verð  per 

Jafnvel þótt það gegni mikilvægu hlutverki fyrir ilmáhrifin sem þetta ilmvatn veitir er ekki auðvelt að greina patchouli í blöndunni. Reyk- og leðurkenndir eiginleikar birkis eru mjög áberandi fyrstu sekúndurnar sem gerir ilminn einstakan og erfitt að greina. Sem betur fer bætist við vanillukeimur sem bætir ró, munúð og mýkt við þessa öflugu, dýrslegu tóna.

Hættulegur ilmur fyrir þau okkar sem þrífast á spennu …

Upplýsingar
/ Stærð: 50 ml
/ Ilmvatnið hentar öllum kynjum.
/ Allar vörur frá Le Labo eru án parabena og rotvarnarefna, eru vegan og hafa ekki verið prófaðar á dýrum.

Grasse — New York