Kortaveski・Svart
Verð
1.990 kr
Verð
per
Kortaveskið frá Midori er gert úr endurunnum pappír sem unninn er á þann hátt að hann verður svipaður plasti hvað varðar létt- og styrkleika. Veskin eru vatnsheld og hafa hlotið Good Design verðlaunin.
Með tíma og notkun mun litur veskisins breytast og þannig skapa einstakan hlut sem segir sögu þess sem notar það.
Veskið er hannað og framleitt í Japan af ritfangaframleiðandanum Midori sem framleiðir vörur sem sameina bæði fagurfræði og notagildi. Allt frá stofnun Midori árið 1950 hafa þau haft japönsku hugmyndafræðina „Kaizen“ að leiðarljósi, sem þýðir að þau leita stöðugt nýrra leiða til að bæta gæði vara sinna.
Tokyo, Japan
— Stærð: 65×103×21 mm
— Efni: Vatnsheldur pappír og járnsmellur
— Geymir um 40 nafnspjöld
Mikado | Hafnartorgi