Kinfolk Islands
Kinfolk Islands er fyrsta bók af þremur, þar sem kafað er enn dýpra ofan í gæði og eiginleika hægra ferðalaga; sjónræn rannsókn á þekktum og óþekktum eyjum víðs vegar um heiminn.
Komdu með í ferðalag utanvegar, til stórra jafnt sem lítilla eyja, samansafn 18 nýrra ferðasaga. Hvort sem það er skoðunarferð um landslag Socotra í Jemen, eða ganga inn í fornan japanskan skóg í Yakushima, þá bjóða tækifæri þess að ferðast hægt upp á að kafa enn dýpra og uppgötva nýja hluti.
Kinfolk Islands er uppfull af hugmyndum og innblæstri um hvert er best að ferðast, kanna nýja heima og slaka á. Skreytt fallegum ljósmyndum, hagnýtum leiðbeiningum og útskýringum á því hvers vegna hugmyndin um eyju felur í sér svo margar ferðafantasíur. Heillandi borgareyjur líkt og Mile End hverfið í Montréal. Óvæntir áfangastaðir eins og eyjan Hormuz við strendur Írans. Sólarkyssta ítalska eyjan Ponza, fullkominn staður til þess að slappa af í síðdegissólinni. Og auðvitað nokkrar fallegustu strendur heims frá frumskógum karíbahafsins til afskekktra norrænna stranda.
Kinfolk kennir okkur að það að kanna heiminn frekar víkkar ekki aðeins sjóndeildarhring okkar, heldur tengir okkur einnig betur við heimili okkar að ferðalagi loknu.
— Stærð: 20,5 × 2,5 × 27,5 cm
— 280 blaðsíður
— Kápa: Harðspjalda
— Tungumál: Enska
— ISBN: 9781648291524