BAINA framleiðir línu af nútímalegum bómullarhandklæðum sem eru unaðslega mjúk og framleidd úr 100% lífrænt vottaðri bómull í Portúgal. Líflegt mynstur þeirra talar sterkt við vörumerki BAINA, en þau leitast við að endurvekja tengsl okkar við þá daglegu athöfn að baða sig og lyfta því hversdagslegum hlutum upp með nútímalegri nálgun, hágæða handverki og árstíðalausri nálgun.
Baðhandklæðin eru framleidd úr 600 gsm þykkri bómull sem er íburðamikil en tryggir þeim sem baða sig tvisvar á dag að nota handklæðið á morgnana en hafa það þurrt þegar kvöldar.
Ástralía / Nýja-Sjáland
— Stærð: 70×140 mm
— Efni: 100% GOTS-vottuð, lífræn bómull
— Þykkt: 600 gsm
— Þvottur: Viðkvæmt þvottakerfi við 40–60°C
Vörurnar frá BAINA eru innblásnar af list, arkitektúr og litafræði og koma með ferskan blæ inn í hlutleysi baðherbergja. Merkið var stofnað árið 2019 af Bailey Meredith og Anna Fahey og er hannað í Antipodes, bæði í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.
Vörur frá BAINA eru framleiddar í Portúgal úr GOTS-vottaðri bómull en Portúgal er þekkt fyrir hágæða vefnaðarvöru og þar má finna nokkrar af bestu og rótgrónustu handklæðaverksmiðjum heims.
Kostir þess að vinna með lífræna bómull eru þeir að hún er mýkri og endingarbetri en önnur bómull, auk þess að vera lífbrjótanleg. Trefjar hennar verða einnig sterkari þegar þær blotna sem gerir hana afar hentuga við framleiðslu handklæða. Lífræn bómull er einnig valin vegna mikillar rakadrægni auk minni umhverfisáhrifa.
Handklæðin frá BAINA eru framleidd með tveggja laga bómullarþráðum. Í samanburði við eins laga bómullarþræði, sem algengir eru í hefðbundnum handklæðum, styrkir þessi tækni heilleika garnsins, lengir líftíma handklæðisins til muna, eykur rakadrægni og minnkar hnökra. Þetta auka smáatriði í vefnaðarferlinu dregur raka að botni handklæðsins, frekar en að ýta honum til eins og í mörgum handklæðum.
Áður en byrjað er að nota vörurnar frá BAINA mælum við með því að þvo handklæðin einu sinni á köldu eða við lágt hitastig (40°). Mælt er með því að nota náttúrulegt þvottaefni og forðast mýkingarefni. Þó að mýkingarefni geti gefið mjúka tilfinningu í upphafi, skilur það með tímanum eftir sig leyfar sem safnast upp á yfirborði bómullarinnar og hindrar svo gleypni efnisins.
Þurrka skal handklæðin á snúru í skugga, en til að fá sem besta mýkt má setja handklæðin í þurrkara við lágan hita í smá stund áður en þau eru hengd á snúru, það mun hreyfa við bómullartrefjunum og koma lofti í þær. Almennt eiga handklæði til að verða fljótt gróf ef þau eru eingöngu þurrkuð á snúru, sérstaklega innandyra þar sem loftflæðið er lítið.
BAINA hannar vörur sínar með varanleika í huga, og með því að fylgja leiðbeiningum þeirra um umhirðu, endast þau enn lengur sem lágmarkar áhrif á umhverfið.