AOIRO

HAKUDO PURE 白・Diffuser Set

Útsöluverð Verð 16.990 kr Verð Verð  per 

Ilmsettið frá AOIRO samanstendur af HAKUDO PURE 白 ilmkjarnaolíu og korki sem notaður er til þess að dreifa ilminum um rýmið. Hvert sett kemur í Kiribako-viðarkassa sem er handunninni í Ishikawa í Japan.

Korkurinn er brenndur á sérstakann hátt og unninn af Studio Corkinho í Antwerpen.

HAKUDO PURE 白 ilmkjarnaolían frá AOIRO er innblásin af ósýnilegum lögum fjalllendisins, flauelsmjúkum mosa, jarðvegi sem er ríkur af lífrænum efnum og af rótum sem dreifa lífi sínu djúpt neðanjarðar. Eins og að ganga um í þéttvöxnum skógi.

AOIRO er hönnunarstofa sem einbeitir sér að sköpun ilma fyrir hýbíli sem byggja á hugmyndafræði Kōdō 香道, reykelsisathafna Japans. Þær kennar hvernig meta má ilm á nýjan hátt með því að „hlusta“ á hann. Með HAKUDO ilmlínu sinni býður AOIRO þér að draga djúpt andann, undirbúa þig fyrir daginn á morgnana eða slaka á og finna ró á kvöldin.

Upplýsingar
/ Stærð ilmkjarnaolíu: 30 ml
/ Stærð kassa: 140×140×60 mm
/ Notkun: Setjið korkinn á viðarplötuna sem fylgir í kassanum. Virkið korkinn með því að setja 1-2 fullar pípettur af ilmolíunni á korkinn. Ilmur HAKUDO PURE mun þá byrja að berast um rýmið. Eftir þetta skal nota 5–10 dropa í hvert sinn.

Tokyo — Berlin