Gegnumtrekkur
Gegnumtrekkur er hnyttin og heiðarleg skáldsaga um stritið við að standa í lappirnar í vindasamri tilverunni og í samskiptum við sína nánustu.
Askur ætlar að byrja upp á nýtt. Flýja rokið og íslenska tungu, óþægileg samskipti, óttann við að mistakast, kvíðvænlegar áskoranir hversdagsins og stóru spurningarnar í lífinu. En það virðist vera sama hvert hann fer, alltaf er mamma hans – sem hann hefur ekki hitt í meira en áratug – með í för.
Höfundur bókarinnar Einar Lövdahl, bar sigur úr býtum í Nýjum röddum, handritasamkeppni Forlagsins, með smásagnasafninu Í miðju mannhafi (2021). Auk þess hefur hann skrásett á bók knattspyrnusögu Arons Einars Gunnarssonar, gefið út frumsamda tónlist í eigin nafni og með hljómsveitinni LØV OG LJÓN og jafnframt samið texta fyrir þjóðþekkt tónlistarfólk. Gegnumtrekkur er fyrsta skáldsaga hans.
— Stærð: 13×1,8×20 cm
— 272 blaðsíður
— Kápa: Kilja
— Tungumál: Íslenska
— ISBN: 9789979352013