Af hverju eru allir sem framleiða kerti með fíkjuilm í vörulínunni? Það vitum við ekki. En við vitum hins vegar að þegar þú finnur ilminn af fíkjukertinu frá Le Labo skilur þú af hverju. Þetta er ekki venjuleg fíkja heldur blanda af fíkju og sólberjum sem er svo girnileg að þig langar helst að borða kertavaxið. Best væri að sleppa því.
Öll hefðbundnu kertin frá Le Labo eru í þykku og veglegu glasi með merkimiða þar sem nafn þeirra kemur fram. Kertin eru gerð úr sojavaxi með bómullarkveik. Þau eru handgerð í Bandaríkjunum og gefa frá sér mikinn ilm. Lestu miðana á kertunum og ekki gleyma að snyrta kveikinn!
Grasse — New York
— Stærð: 245 g
— Tilvalið er að endurnýta glasið eftir notkun kertisins, en það átti einmitt fyrra líf sem kokteilglas.
— Allar vörur frá Le Labo eru án parabena og rotvarnarefna, eru vegan og hafa ekki verið prófaðar á dýrum.