Dagbókarlímmiðarnir frá MD Paper eru hannaðir til þess að breyta hvaða skissu- eða minnisbók sem er í dagbók.
Hágæða pappír og einföld hönnun einkennir MD Paper skissu- og minnisbókalínuna frá Midori. Midori hefur framleitt hágæða bréfsefni frá 1950 og er MD Paper línan stolt þeirra og yndi. Allt frá því að Midori framleiddi pappírinn fyrst á sjöunda áratug síðustu aldar hafa þau haft japönsku hugmyndafræðina „Kaizen“ að leiðarljósi, sem þýðir að þau leita stöðugt nýrra leiða til að bæta gæði vara sinna.
Niðurstaða þessarar vinnu er pappír sem heldur lit sínum vel og frábært er að skrifa á, sérstaklega með blekpenna þar sem pappírinn heldur blekinu þannig að því blæði ekki á pappírnum.
Japan
— Pakkinn inniheldur 16 ódagsetta límmiða, einn fyrir hvern mánuð
— Stærð: 138×95 mm
— 100 síður (200 blaðsíður)
— 80 gsm sýrufrír pappír