CM-1・Hringlaga spegill
Stundum tala hlutirnir bara fyrir sig sjálfa, CM-1 spegillinn frá Frama er dæmi um einmitt það.
Klassískur hringlóttur spegill með rúnuðum brúnum sem festur er á gegnheilt eikarbak. Hann er hannaður árið 2013 en innblásinn af fimmta áratug síðustu aldar. Sjónrænum hreinleika hringformsins er gert hátt undir höfði með einföldum og náttúrulegum efnum.
Frama er þverfaglegt sköpunarhús sem býr til vörur sem hvetja til núvitundar og örva skynfærin. Merkið leggur áherslu á náttúruleg efni, einföld form og gæði án málamiðlana — þannig nær það á einstakan hátt að tengja það huglæga við það praktíska sem skilar sér í beinskeittri fagurfræði.
Kaupmannahöfn, Danmörk
— Stærð S: Ø45・D23 mm
— Stærð M: Ø60・D23 mm
— Efni: Eik, spegill & látún (e. brass)
— Eikin hefur verið olíuborin tvisvar með náttúrulegri olíu.