Pennahulstrið frá Ystudio samanstendur af holum sívalningi úr hnotu og loki sem skrúfast á og er gert úr látúni (e. brass). Látúnið og hnotan eru efni sem eru bæði ljós í byrjun en munu dökkna með tíma og notkun og fá á sig persónulegan og einstakan blæ.
Ystudio er hönnunarstofa frá Taívan sem stofnuð var árið 2012 af 廖宜賢 (Yi Liao) og 楊格 (Yanko). Þeir leggja mikið upp úr gildi einfaldleikans og ná að sameina taívanska hönnun og handverk á hátt sem fangar fagurfræðilega menningu þeirra. Þeir hanna fyrst og fremst ritföng sem eru sköpuð fyrir hversdagslega notkun og munu endast eigandanum út ævina og rúmlega það.
Taívan
— Efni: Látún (e. brass) og hnota
— Stærð: 38×38×183 mm
Ólakkað látún mun tjarna með tíma og notkun, það er algjörlega skaðlaust. Í okkar augum er þetta fallegt ferli sem gefur hverjum hlut einstakt og persónulegt yfirbragð en ef eigandinn kýs að halda í upprunalegan gljáa er einfaldlega hægt að þurrka af hlutnum með koparhreinsi.