Ystudio

Classic・Ballpoint Pen Spring・Kúlupenni

Útsöluverð Verð 19.990 kr Verð Verð  per 

Einfaldur og fágaður, Classic kúlupenninn frá Ystudio leyfir látúninu (e. brass), sem hann er gerður úr, að njóta sín. Hann er ekki bara sannkallað augnayndi og frábær gjöf heldur er hagnýt hönnun hans einnig merkileg. Fullkomið þyngdarjafnvægi veitir stöðugt grip sem nýtist þeim sem notar hann vel.

Ystudio er hönnunarstofa frá Taívan sem stofnuð var árið 2012 af 廖宜賢 (Yi Liao) og 楊格 (Yanko). Þeir leggja mikið upp úr gildi einfaldleikans og ná að sameina taívanska hönnun og handverk á hátt sem fangar fagurfræðilega menningu þeirra. Þeir hanna fyrst og fremst ritföng sem eru sköpuð fyrir hversdagslega notkun og munu endast eigandanum út ævina og rúmlega það.

Vörurnar frá Ystudio eru flestar úr látúni og kopar og eru framleiddar í Taívan af handverksmönnum með áralanga reynslu í faginu. 

Almennar upplýsingar
/ Efni: Látún (e. brass) og kopar
/ Stærð: 9,7×11×130 mm
/ Áfyllingar eru hefðbundnar og má versla á heimasíðu okkar. Mælt er með að nota Parker Type Ballpoint Pen Refill.

Umhirða
Ólakkað látún mun tjarna með tíma og notkun, það er algjörlega skaðlaust. Í okkar augum er þetta fallegt ferli sem gefur hverjum hlut einstakt og persónulegt yfirbragð en ef eigandinn kýs að halda í upprunalegan gljáa er einfaldlega hægt að þurrka af hlutnum með koparhreinsi.

Taívan