Chulha ilmolíulampinn frá Casegoods er gerður úr kalksteini, endurunnu terracotta og kopar. Hver hlutur er handsmíðaður og lakkaður með bývaxi. Kertið er sett í koparstjaka og gefur frá sér mjúka birtu á sama tíma og það hitar vatnið og ilmkjarnaolíuna í skálinni fyrir ofan og fyllir rýmið af ilm.
Casegoods hefur haslað sér völl á undanförnum árum sem alþjóðlegt vörumerki með sérstöðu í hönnunarheiminum. Stúdíóið er hugarfóstur arkitektastofunnar Case Design og er staðsett í Mumbai. Casegoods hefur einstakt hönnunar- og framleiðsluteymi og hefur tekið þátt í sýningum um heim allan.
Vörurnar frá Casegoods eru afrakstur góðra sambanda við iðnaðar- og handverksfólk síðustu tvo áratugi og eru framleiddar af, og í samvinnu við framúrskarandi framleiðendur. Oftar en ekki fjölskyldufyrirtæki sem eiga sér sögu yfir 40 kynslóðir með einstaka þekkingu og skilning á aðferðum og efnum.
Mumbai — India
— Stærð kalksteins: L 95 × H 55mm
— Stærð koparskálar: Ø 95 × H 20mm
LEIÐBEININGAR
Kertið er sett í kertastjakann og síðan í raufina í kalksteininum. Koparskálin er sett ofan á steininn þannig að botn hennar renni á sinn stað. Skálin er að lokum fyllt af vatni og nokkrum dropum af ilmkjarnaolíu bætt við.
Koparinn mun tjarna með tíma og notkun, það er algjörlega skaðlaust. Í okkar augum er þetta fallegt ferli sem gefur hverjum hlut einstakt og persónulegt yfirbragð en ef eigandinn kýs að halda í upprunalegan gljáa er einfaldlega hægt að þurrka af hlutnum með koparhreinsi.
Varlega skal fara með kalksteininn, aðeins skal þurrka af honum með þurrum klút. Kalksteinar eru úr náttúrulegu efni og getur áferðarmunur verið á milli steina sem gefur þeim einstakt og fallegt yfirbragð.