Falleg, handgerð kerti úr hreinu bývaxi frá býflugnabændum í Bretlandi. Framleiðslan er 100% sjálfbær og styður við bændur á svæðinu.
Kosturinn við notkun bývaxkerta er sá að þau leka ekki, séu þau rétt sett í stjakann, sóta ekki og eru alveg náttúruleg, án eitur- eða litarefna og engum ilm hefur verið bætt í þau.
Þegar kveikt er á kertunum í fyrsta sinn skal leyfa þeim að brenna í minnst klukkustund og leyfa vaxinu að bráðna jafnt yfir toppinn. Þetta gerir því kleift að brenna jafnt í framhaldinu.
Bretland
— Stærð: Ø20×320 mm
— Efni: 100% náttúrulegt bývax, 100% bómullarkveikur
— Fjöldi: Kertin eru seld 2 saman
— Brennslutími: 12–14 klst
Sýnið varkárni við brennslu kerta og brennið ekki án eftirlits. Sem náttúrulegt efni getur býflugnavax verið breytilegt í litatón, frá skærgulum til dekkri brúnna tóna. Kertin geta breyst lítillega með tímanum eða þegar þau eru geymd í beinu sólarljósi.