Einstakur borðlampi frá íslensku hönnunarstofunni STUDIO MIKLO.
Vörulína STUDIO MIKLO samanstendur af handmótuðum munum úr steinleir sem einkennast af hringlaga formum án upphafs og enda. Vörurnar eru handmótaðar og því er hver hlutur einstakur. Öll framleiðslan fer fram á Íslandi.
STUDIO MIKLO er hönnunarteymi stofnað árið 2021 af hönnuðunum Helgu Björk Ottósdóttur og Hjördísi Gestsdóttur. Studio Miklo vinnur á mörkum myndlistar og hönnunar og er ferlinu leyft að ráða ferðinni á milli mismunandi efnisheima hverju sinni en áhersla er lögð á leir.
Reykjavík
— Stærð: 210×240×50 mm
— Efni: Steinleir
Mikado | Hafnartorgi