Frama

0405 Glas・Breitt

Útsöluverð Verð 9.990 kr Verð Verð  per 

Glervörulínan 0405 frá Frama endurskapar hefðbundna glervöru með lífrænum formum og smáatriðum. Hver munur er lítið listaverk, handunnið á meistaralegan hátt af glerblásurum til að skapa áþreifanlega upplifun.

Stærri gerð 0405 glassins er fullkomið fyrir daglegan vatnssopa eða fordrykk um helgar.

0405 vörulínan var hönnuð árið 2020 af Studio 0405 og er hver munur handgerður úr endingargóðu gleri. Vegna þessa er hver hlutur einstakur og því má vænta örlítils áferðarmunar á milli eintaka.

Frama er þverfaglegt sköpunarhús sem býr til vörur sem hvetja til núvitundar og örva skynfærin. Merkið leggur áherslu á náttúruleg efni, einföld form og gæði án málamiðlana — þannig nær það á einstakan hátt að tengja það huglæga við það praktíska sem skilar sér í beinskeittri fagurfræði.

Upplýsingar
/ Stærð: H7/Ø8,5 cm
/ Rúmmál: Um það bil 250 ml
/ Efni: Munnblásið gler
/ Má fara í uppþvottavél (að hámarki 70°C)
/ Glasið er ekki hannað fyrir heita drykki.

Kaupmannahöfn, Danmörk