Ornament・Kertastjaki
Nýr kertastjaki frá Frama sem býr yfir einföldum en jafnframt sterkum geometrískum karakter. Stjakinn er gerður úr þunnu stáli sem endurspeglar kertaljósið blíðlega á vegginn í kring.
Stjakinn var hannaður af Kim Ritchardt árið 2019.
Frama er þverfaglegt sköpunarhús sem býr til vörur sem hvetja til núvitundar og örva skynfærin. Merkið leggur áherslu á náttúruleg efni, einföld form og gæði án málamiðlana — þannig nær það á einstakan hátt að tengja það huglæga við það praktíska sem skilar sér í beinskeittri fagurfræði.
Kaupmannahöfn, Danmörk
— Stærð: 35,7×4,7×6,2 cm
— Efni: Stál
Einfalt er að hengja kertastjakann upp á vegg með nagla sem innifalinn er í kassanum. Einnig fylgir stálskífa og kerti. Skífuna má setja á kertið til að koma í veg fyrir að kertavax leki á gólfið.