ORRIS

  

Sápurnar frá ORRIS eru handgerðar í litlum skömmtum í París með hágæða olíum og jurtum. ORRIS er innblásið af speki Ayurveda, ilmolíumeðferðum og vestrænum jurtalækningum og er hver sápa gerð til að takast á við ýmiskonar húðvandamál með náttúrulegum innihaldsefnum.

Sápustykkin og framleiðsla þeirra byggir á sjálfbærni og innihalda shea-smjör, ólífuolíu, kakósmjör, kókosolíu og laxerolíu sem allt vinnur saman við að næra og hreinsa húðina án þess að svipta hana af sínum náttúrulegu eiginleikum. Ilmefni sem notuð eru í framleiðsluna eru eingöngu fengin úr náttúrulegum efnum. 

Allar vörur ORRIS eru lausar við súlföt, yfirborðsvirk efni, paraben og gervi ilmefni og innihalda hvorki dýrafitu né pálmaolíu. 

 

Því miður eru engar vörur í þessum flokki.