Nippon Kodo

  

Nippon Kodo (日本 香 堂) er japanskur reykelsisframleiðandi sem á rætur sínar að rekja aftur um 400 ár til Juemon Takai, meistara í reykelsisgerð sem betur var þekktur sem Koju. Koju var lærður handverksmaður í reykelsisgerð og gerði reykelsi fyrir keisara Japans með sinni einstöku snilld.

Í dag eru margir af þeim hágæða ilmum sem Nippon Kodo framleiðir enn byggðir á upprunalegu formúlum Koju ásamt formúlum frá Yujiro Kito, sem hylltur var sem meistari ilms á Meiji tímabilinu frá 1867–1912. Það var tími umbyltingar í japönsku þjóðlífi og hvati að iðnvæðingu Japans, þegar landið opnaði dyr sínar fyrir heiminum og fór að nútímavæða sig.

Reykelsi rötuðu til Japans á 8. öld með munkum sem notuðu ilminn dularfulla við trúarathafnir sínar. „Koh“, eins og reykelsi kallast á Japönsku, varð fljótt stór hluti af japanskri menningu en það var ekki fyrr en á 14. öld sem vinsældir þess náðu hámarki hjá efri stéttum landsins sem notuðu það sem merki um fágun. Á þessu tímabili fóru samúræjar einnig að nota reykelsi í hjálmum sínum á leið sinni í bardaga. Þá var reykelsið sagt hafa róandi áhrif sem hjálpaði stríðsmönnum að halda yfirvegun og einbeitningu á vígvellinum.