Munck Ceramics

 

Birgitte Munck er dönsk leirlistakona búsett í Reykjavík. Hún hefur unnið með leir í yfir 35 ár og hefur að auki haldið fjölda námskeiða fyrir leirlistafólk. Birgitte vinnur fyrst og fremst með steinleir og raku og notast við viltan leir við glerjun á munum sínum.

Leirmunir hennar eru af ýmsum gerðum allt frá eldhúsvörum yfir í blómavasa af öllum stærðargráðum. Að auki framleiðir hún raku-muni sem fegra heimilið. Það er Birgitte mikilvægt að leirmunirnir hennar séu notaðir í hversdagsleikanum.

Samhliða leirmunum sem notaðir eru í hversdagsleikanum, hefur Birgitte einnig framleitt stærri muni fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við þróun þeirra hluta sækir hún innblástur í þann tíma sem hún eyddi í Japan og í miðausturlöndum. Form hlutanna er með gott jafnvægi, værð og ró yfir sér, sem ætlað er að gleðji eigendurna þegar fram líða stundir.

 

Því miður eru engar vörur í þessum flokki