Í Manaslu, í 8163 metra hæð yfir sjávarmáli, vex sedrusviður í snæviþöktum fjallshlíðum Himalaya. Hann býr með jöklinum og ilmur hans hefur mótast af vindinum, ísköldum og hreinum.
Vetrarlandslag Manaslu er ljóðrænt og óútreiknanlegt, eins og ilmurinn sjálfur.
Toppur — Peppermint・Basil・Star Anise
Hjarta — Clary Sage・Cypress・Pine Needles
Grunnur — Himalayan Cedarwood・Sandalwood・Ambrette Seeds
Viðarkenndur og musky ilmur.
París, Frakkland
— Stærð: 50 ml
— 97% náttúruleg hráefni.
— Ilmvatnið hentar öllum kynjum.
— Spreyið á háls og úlnlið eftir þörfum.
— Haldið ilmvatninu frá augum, munni, börnum og dýrum.
Í Himalajafjöllunum eru þúsundir stórkostlegra náttúruauðlinda, sem fullar eru af óvenjulegum plöntum og lyktareinkennum. Ilmvatnslína hima jomo er innblásin af náttúrufegurð Himalaya og jafnvæginu á milli ríkrar menningar, landslags og hefðum svæðisins.
hima jomo var stofnað árið 2020 í París af vinahópi sem deilir sama áhuga á náttúru og menningu Himalaya. Nafn fyrirtækisins er samsetning tveggja orða sem eru vörumerkinu kær: „hima“ fyrir „Himalaya“ og „jomo“ sem þýðir „Heilög móðir“ á tíbetsku.
Ilmvötn hima jomo eru innblásin af fjölbreyttu náttúrulegu vistkerfi Himalayafjallanna og eru handunnin af kostgæfni í Grasse í Frakklandi.
Ilmvötnin innihalda sjaldgæf innihaldsefni sem finnast eingöngu í Himalayafjöllunum og taka þau sem bera ilmina í ferðalag til óbyggða þessa himneska svæðis.
Ilmirnir eru gerðir úr 95–99% af náttúrulegum og lífrænum hráefnum sem hima jomo fær frá Maison Robertet, frönskum ilmframleiðanda sem hefur sérhæft sig í sjálfbærum og náttúrulegum hráefnum með fullan rekjanleika frá árinu 1850.
Öll vörulínan er í endurvinnanlegum umbúðum og engar vörur hafa verið prófaðar á dýrum. hima jomo gera einnig sitt besta við að hafa sjálfbærni og verndun náttúrunnar að leiðarljósi og gefa 1 Evru af hverju seldu glasi til WWF sem berjast fyrir verndun Himalaya-svæðisins.