Art Data

Wabi Sabi・For Artists, Designers, Poets & Philosophers

Útsöluverð Verð 5.490 kr Verð Verð  per 

Í bókinni Wabi Sabi — For Artists, Designers, Poets & Philosophers eftir Leonard Koren er fjallað um wabi-sabi ( ), hefðbundna japanska fagurfræði sem snýst um að sönn fegurð felist ófullkomleika.

Fagurfræðinni er stundum lýst sem fegurð sem er ófullkomin og hverful í eðli sínu. Samkvæmt Leonard Koren má lýsa wabi-sabi sem „þeim eiginleikum sem eru mest áberandi og einkennandi þegar við hugsum um hefðbundna japanska fegurð.“  

Engin beinþýðing er til á orðunum „wabi“ og „sabi“. Orðið „wabi“ vísaði upphaflega til einmanaleikans að búa í náttúrunni, fjarri samfélaginu. „Sabi“ var orð yfir eitthvað visnað eða veðrað.

Í kring um 14. öld byrjaði þessi merking að breytast og tók á sig jákvæðari meiningu. „Wabi“ fór þá að merkja sveitalegan einfaldleika, ferskleika eða kyrrð og var bæði hægt að nota yfir náttúrulega og manngerða hluti til að sjá vanmetna fegurð þeirra. Merking „sabi“ fór að vísa til fegurðar sem fylgir aldri, þegar líf hlutarins fer að sjást beint á honum, t.d. með litabreytingum eða lagfæringum sem eru sjáanlegar.

Upplýsingar
/ Höfundur: Leonard Koren
/ Tungumál: Enska
/ Stærð: 142×215×10 mm
/ 96 blaðsíður
/ Kilja með 24 svarthvítum myndskreytingum
/ Útgefandi: Imperfect Publishing, 2008