Þessi vara er sérpöntun. Vinsamlegast hafið samband fyrir afhendingartíma.
w171 Alma eftir Tham & Videgård fyrir Wästberg.
Hönnun loftljóssins byggir á tignarlegum ferli sinusbylgju og leikur sér þannig að mjúkum andstæðum milli ljóss og skugga.
Raunverulegt handverk liggur að baki einfalds forms ljóssins og notast er við listilega spunnið ál til að fanga sléttu öldurnar. Ljósið hefur satínmatta áferð og kemur í hvítum lit.
Tham & Videgård eru hönnuðir ljóssins. Þeir starfa í Stokkhólmi í Svíþjóð og hafa frá upphafi, árið 1999, vakið athygli fyrir mörg nýstárleg verk og unnið til nokkurra innlendra og alþjóðlegra verðlauna.
Helsingborg, Svíþjóð
— Stærð: Ø690 mm
— Efni: Ál
— Litur: Grey White
— Ljósapera fylgir
Mikado | Hafnartorgi