Aldrei er hægt að eiga of mörg viðaráhöld sem sóma sér vel í hvaða eldhúsi sem er. Viðaráhöldin frá FAAY eru framleidd úr tekkvið af handverksfólki í Tælandi og hafa sérhannað handfang fyrir þægilega notkun.
Vörurnar frá FAAY eru 100% umhverfisvænar en allur viður sem notaður er við framleiðslu þeirra er annað hvort ræktaður á sjálfbæran hátt eða endurnýttur.
Tekkviður hentar sérstaklega vel til framleiðslu viðaráhalda í eldhúsið vegna þess hversu hátt olíuinnihald viðurinn hefur. Það gerir það að verkum að hann er vatnsheldur, verpist ekki og er ónæmari fyrir bakteríum en gengur og gerist með áhöld úr öðru efni, jafnvel plasti.
Tekkviður er einnig sérstaklega harðgerður og að þeim sökum mjög endingargóður og endist ævilangt með réttri meðhöndlun. Hann er vel þekktur fyrir að vera sérstaklega raka- og hitaþolinn, en litur viðarins fer frá dökkum í gulbrúnan, allt eftir jarðvegstegundum svæðisins.
Tæland
— Stærð: 25 ×6 cm
— Efni: Tekkviður
— Umhirða: Handþvo skal áhöldin og ekki má setja þau í uppþvottavél.
Þvo skal vöruna fyrir notkun með volgu vatni og mjúkum svampi til að varðveita eiginleika viðarins. Gott er að hafa í huga að þegar vörur úr tekkvið verða fyrir olíu og hita verður litur þeirra vanalega dekkri með tímanum.
Ekkert lím eða lakk hefur verið notað við framleiðslu varanna frá FAAY, aðeins hefur kókosolía verið borin á þær.
Tekkviður er sérstaklega harður viður og einstaklega endingargóður, endist ævilangt með réttri meðhöndlun.
Tekkviður minnkar ekki né verpist.
Tekkviður er vatnsheldur.
Vegna þess hversu harðgerður tekkviður er, klofnar hann ekki né springur og hentar því sérlega vel til eldamennsku. Áhöld úr tekkvið munu ekki rispa potta og pönnur, þar með talin þau sem eru teflon-húðuð.
Engin plastefni né skaðleg efni skolast út í matvæli þegar áhöld úr tekkvið eru notuð.
Viðaráhöld leiða ekki hita og verða því ekki heit við eldamennsku.
Áhöld úr tekkvið eru pússuð með sandpappír sérstaklega oft og eru því slétt og þægileg til notkunar.
Hátt olíuinnihald tekkviðar gerir hann ónæmari fyrir bakteríum en gengur og gerist með áhöld úr öðru efni, jafnvel plasti.
Engin kemísk efni eru notuð við framleiðslu áhaldanna. Engin lökk né litarefni, aðeins kókosolía.