Palace diskur úr TY Standard línu 1616 / arita japan sem hannaður er af Teruhiro Yanagihara.
Aritayaki eru japanskir leirmunir sem eiga rætur sínar að rekja til bæjarins Arita í suðurhluta Japan, en það var þar sem Japanir kynntust fyrst postulíni fyrir tilstilli Kóreubúa árið 1616. Síðan þá hafa leirlistamenn í Arita framleitt leirmuni úr leir sem framleiddur er úr muldum steini.
Innblásinn af djúpri reynslu og færni handverksfólks frá Arita, þróaði hönnuðurinn Teruhiro Yanagihara nútímalegt úrval af vörum sem hannaðar eru til notkunar dags daglega og eru enn framleiddar í sömu verksmiðjum og upprunalegu Arita leirmunirnir.
Í samræmi við hefð Arita leirmuna, þróaði Yanagihara sérstaka formúlu leirs úr muldum steini. Útkoman er leirtegund með miklum þéttleika sem gerir leirmunina afar sterka og hita- og blettaþolna, jafnvel þó þeir séu óglerjaðir. Sérstöku efni er svo bætt í leirinn sem gefur mununum einkennandi ljósgráan og mattan tón.
Arita, Japan
— Stærð: Ø227×23,5 mm
— Efni: Óglerjað postulín
Má setja í uppþvottavél og örbylgjuofn. Má ekki setja inn í ofn né yfir eld. Vörurnar eru staflanlegar, harðgerðar og endingagóðar en gætu átt í hættu á að það brotni upp úr þeim við högg.