Þegar talað er um hið fjarlæga land Tíbet, hvað sjáum við fyrir okkur í hjörtum okkar og huga? Há fjöll, kalt loft, mikla víðáttu?
Bome, lítill bær falinn í gróskumiklum dal, sýnir aðra hlið á Tíbet. Í mars og apríl vaknar mosinn í fornum skógum Bome og gefur frá sér ferskan ilm í rakri þoku morgunsins.
Í dalnum blómstrar hin ríka og villta gnægð náttúrunnar og afhjúpar leyndardóma ferskjublóma og sverðlilja sem samtvinnuð eru við hlýleika nardusjurtar og skapa einstakan ilm sem táknar komu vorsins.
Nardusjurt eða jatamansi er jurt sem vex aðeins í Himalayafjöllunum og hefur frá fornu fari verið notuð sem ilmvatn, lyf og við trúarathafnir.
Spring in Bome er blómlegur og grænn ilmur sem minnir okkur á náttúruna sem leikur svo stórt hlutverk í lífi okkar allra.
Toppur — Galbanum・Lentisque・Himalayan Hedychium
Hjarta — Peach blossom・Geranium Leaf・Tuberose・Iris
Grunnur — Vetiver・Papyrus・Moss・Himalayan Jatamansi
Ilmur sem er grænn, viðarkenndur og blómlegur.
París, Frakkland
— Stærð: 50 ml
— 96% náttúruleg hráefni.
— Ilmvatnið hentar öllum kynjum.
— Spreyið á háls og úlnlið eftir þörfum.
— Haldið ilmvatninu frá augum, munni, börnum og dýrum.
Í Himalajafjöllunum eru þúsundir stórkostlegra náttúruauðlinda, sem fullar eru af óvenjulegum plöntum og lyktareinkennum. Ilmvatnslína hima jomo er innblásin af náttúrufegurð Himalaya og jafnvæginu á milli ríkrar menningar, landslags og hefðum svæðisins.
hima jomo var stofnað árið 2020 í París af vinahópi sem deilir sama áhuga á náttúru og menningu Himalaya. Nafn fyrirtækisins er samsetning tveggja orða sem eru vörumerkinu kær: „hima“ fyrir „Himalaya“ og „jomo“ sem þýðir „Heilög móðir“ á tíbetsku.
Ilmvötn hima jomo eru innblásin af fjölbreyttu náttúrulegu vistkerfi Himalayafjallanna og eru handunnin af kostgæfni í Grasse í Frakklandi.
Ilmvötnin innihalda sjaldgæf innihaldsefni sem finnast eingöngu í Himalayafjöllunum og taka þau sem bera ilmina í ferðalag til óbyggða þessa himneska svæðis.
Ilmirnir eru gerðir úr 95–99% af náttúrulegum og lífrænum hráefnum sem hima jomo fær frá Maison Robertet, frönskum ilmframleiðanda sem hefur sérhæft sig í sjálfbærum og náttúrulegum hráefnum með fullan rekjanleika frá árinu 1850.
Öll vörulínan er í endurvinnanlegum umbúðum og engar vörur hafa verið prófaðar á dýrum. hima jomo gera einnig sitt besta við að hafa sjálfbærni og verndun náttúrunnar að leiðarljósi og gefa 1 Evru af hverju seldu glasi til WWF sem berjast fyrir verndun Himalaya-svæðisins.