Sasawashi

Skrúbbhanski

Útsöluverð Verð 6.390 kr Verð Verð  per 

Japanskur skrúbbhanski frá Sasawashi sem framleidur er úr sérstakri blöndu náttúrulegra efna. Hanskinn er hannaður til að meðhöndla mjög þurra húð og er grófur viðkomu en mýkist þegar hann blotnar.

Báðar hliðar hanskans eru með grófri áferð sem er tilvalin til að skrúbba grófari svæði eins og á fótum og olnboga. Notist vikulega til að skrúbba og hreinsa burt óhreinindi úr húðinni.

SASAWASHI er nýtt efni ofið úr Washi-garni sem blandað er með náttúrulegum trefjum Kumazasa plöntunnar og var sérstaklega þróað af fyrirtækinu sjálfu. Það er svo ofið með bómull sem skilar sér í nýstárlegu efni sem dregur vel í sig raka og nýtir sér lyktareyðandi eiginleika plöntutrefjanna sem bæði koma í veg fyrir myglu og trefjarýrnun.

Um Washi-pappír
Ekkert annað pappírsefni í heimi er jafn gagnlegt og Washi — sterkt, endingargott, vatnsþolið og sérstaklega fjölhæft efni. Shoji (rennihurðir með Washi-pappír sem hefðbundnar eru í Japan) halda þér til dæmis köldum á heitum, rökum sumrum og hlýjum á vetrum þökk sé rakastjórnun þeirra, vatnsupptöku, einangrun og UV vörn. Þar sem Washi getur dregið í sig bæði olíu og vatn er það til að mynda einnig notað sem bökunarpappír. Sá eiginleiki að geta dregið í sig mismunandi efni á sama tíma er sérstaklega nytsamlegt við framleiðslu handklæða.

Um Kumazasa
Kumazasa er jurt sem vex um allan heim og sérstaklega mikið er af á svölu hálendi Japans. Þessi harðgerða planta getur vaxið í 60 ár eða meira og jafnvel lifað af harða og snjóþunga vetra. Hún er þekkt fyrir mikla bakteríudrepandi eiginleika og hefur verið notuð til að varðveita mat. Birnir borða mikið magn af Kumazasa fyrir dvala vegna blóðhreinsunar- og afeitrunareiginleika plöntunnar. Rannsóknir hafa sýnt að það er ríkt af blaðgrænu, fjölsykrum, ligníni, trefjum og K-vítamíni.

Almennar upplýsingar
/ Stærð: 20×14 cm
/ Efni: Washi-pappír, polyester, hör
/ Umhirða: SASAWASHI efni má þvo í þvottavél með svipuðum litum. Nota skal þvottanet til að lengja líftíma þess. Efnið dregur einnig í sig svita og olíu og ef það er ekki þvegið reglulega getur það oxast og skemmst. Það má ekki setja í þurrkara. 

Osaka, Japan