Skál frá kóreska leirlistamanninum Lee Song-am.
Lee Song-am er keramiker frá Icheon í Suður-Kóreu. Ungur aldur hans endurspeglar ekki þroska verka hans, því þrátt fyrir hann hefur Lee sýnt verk sín víðsvegar um heiminn og á verk á fjölmörgum söfnum.
Sérhæfing Lee er framleiðsla skála, bolla og vasa af ýmsum gerðum, sem taka mið af kóreskri keramikhefð en með nútímalegri nálgun.
Flest verk Lee eru djúpsvört að lit, þetta er að hans sögn vegna þess að svartur er sá litur sem afhjúpar mest form hluta og gefur þeim hvað skýrasta mynd.
Keramiklist Kóreu á sér langa sögu sem nær allt aftur að 5. öld. Icheon hefur oft verið kölluð hjarta kóreskrar keramikframleiðslu, en Icheon er lítil borg suðaustur af Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Þar eru yfir 400 vinnustofur þar sem kóreskir keramikmeistarar og listamenn leita fegurðar og glæsileika í verkum sínum og sameina gamla tækni við nýstárlegar útfærslur.
Icheon, Suður Kórea
— Stærð: ~Ø120×65 mm
— Efni: Steinleir
— Má setja í uppþvottavél og örbylgjuofn. Má ekki setja inn í ofn né yfir eld.
Hver munur frá Lee Song-am er handgerður og því einstakur og smávægilegur lita-, áferðar og stærðarmunur gæti verið á milli hluta.