Resonant er ferskur og viðarkenndur ilmur frá .Oddity sem blandaður var David Chieze.
Tilfinningin sem ilmvatnið vekur upp er köld og minnir á garð fullan af sítrusávöxtum. Þurr viður, málmur og musk.
Toppur — Yuzu・Mandarína・Bergamot・Engifer・Petit Grain
Hjarta — Köld málmnóta
Grunnur — Musk・Guaiac-viður・Ambergris
.Oddity er nútímalegt ilmvatnshús stofnað í Hong Kong sem leitt er af þverfaglegum hópi hönnuða. Merkið hefur unnið til fjölda virtra verðlauna frá stofnun þess árið 2021, en öll ilmvötn þeirra eru framleidd í litlum skömmtum þar sem notast er við sjaldgæf hráefni. Það gefur ilmum þeirra einkennandi og ferskt yfirbragð.
Mikið er lagt upp úr ilmvatnsglösunum hjá .Oddity en þar mætist hefðbundið handverk og nútímaleg hönnun. Tappinn á hverri flösku er handgerður úr bismútafgöngum og epoxýplastefni og er hver og einn einstakur.
Hong Kong
— Stærð: 50 ml
— Ilmvatnið hentar öllum kynjum.
— Spreyið á háls og úlnlið eftir þörfum.
— Haldið ilmvatninu frá augum, munni, börnum og dýrum.