Þessi töfrandi og ríkulega blanda appelsínublóma með ljúffengum grænum undirtónum minnir á hlýjar Miðjarðarhafsnætur. Breyttu heimili þínu í garð fullan af appelsínutrjám, eins og þú finnur í Sevilla (eða annars staðar).
Kertin frá Le Labo eru handgerð í Bandaríkunum með kraftmiklum ilmkjarnaolíum, sérsniðinni blöndu af sojavaxi og eru með náttúrulegan bómullarkveik — allt til þess að skapa sem besta ilmupplifun. Lestu miðann sem fylgir kertunum og ekki gleyma að snyrta kveikinn!
Grasse — New York
— Stærð: 245 g
— Tilvalið er að endurnýta glasið eftir notkun kertisins, en það átti einmitt fyrra líf sem kokteilglas.
— Allar vörur frá Le Labo eru án parabena og rotvarnarefna, eru vegan og hafa ekki verið prófaðar á dýrum.
Mikado | Hafnartorgi