Hröð en engu að síður víðförul tilfinning sem rennur í gegnum æðarnar. Allt í einu hafa orð lit, hljóð hefur lykt og snerting hefur bragð. Það eina sem þarf til þess að falla fyrir sætri unun lífsins er hvernig sólargeislarnir kyssa grænbláa vatnið á morgnana, hvernig litlu droparnir glitra á húðinni, meðan ósögð orðin heyrast hærra en lági takturinn í bakgrunninum, sá sem fær þig alltaf til að dansa. PARADISO felur í sér kæruleysi alls þessa, sem lætur þig finna fyrir kynþokkanum sem aldrei fyrr.
Toppur — Grapefruit・Tangerine・Rhubarb
Hjarta — Juniper・Berries・Pepper
Grunnur — Vetiver・Patchouli・Ambergris
Pigmentarium er fyrsta stjálfstæða ilmvatnshúsið í Tékklandi sem kynnti frumraun sína í Prag haustið 2018 með Ad Libitum ilminum. Vörumerkið er undir sterkum áhrifum ungu kynslóðarinnar með tengsl við listheiminn og lífsstíl Tékklands á fyrri hluta tuttugustu aldar. Ilmvatnssafn Pigmentarium stækkar ár frá ári og samanstendur af hágæða ilmum með áherslu á handverk og sjálfbærni og náið samstarf við lítil, að mestu staðbundin, fjölskyldurekin fyrirtæki.
Prag, Tékkland
— Stærð: 10 ml
— Ilmvatnið hentar öllum kynjum.
— Spreyið á háls og úlnlið eftir þörfum.
— Haldið ilmvatninu frá augum, munni, börnum og dýrum.