Minnisbók・Brún
Minnisbókin frá Midori er unnin úr endurunnu leðri frá Spáni og hinum þekkta japanska pappír, MD Paper. Blöðin sjálf eru bæði línustrikuð og auð sem eykur notkunarmöguleika minnisbókarinnar til muna.
Pappír minnisbókarinnar hefur verið þróaður í tugi ára og er sérstaklega hannaður til þess að koma í veg fyrir að blek renni til eða blæði auk þess að hámarka þægindi við skrift.
Minnisbókin hefur 100 síður sem skipt er til helminga í línustrikaðar og auðar síður. Hverri línustrikaðri síðu er svo skipt í fernt með þykkari línum, sem hentar afar vel til að skipuleggja daginn, fyrir verkefnalista eða hvað annað sem kemur í hugann.
Leðrið sem notast er við í kápunni kemur frá spænskri sútunarverksmiðju, en spænskt leður er þekkt um allan heim fyrir framúrskarandi gæði og fallega áferð.
Japan
— Stærð: 140×76×12 mm
— 100 síður þar af 50 línustrikaðar og 50 auðar