MANZ tebollinn er ný vara frá 1616 / arita japan, hönnuð af Richard Manz.
Aritayaki eru japanskir leirmunir sem eiga rætur sínar að rekja til bæjarins Arita í suðurhluta Japan, en það var þar sem Japanir kynntust fyrst postulíni fyrir tilstilli Kóreubúa árið 1616. Síðan þá hafa leirlistamenn í Arita framleitt leirmuni úr leir sem framleiddur er úr muldum steini. Útkoman er leirtegund með miklum þéttleika sem gerir leirmunina afar sterka og hita- og blettaþolna.
Arita, Japan
— Stærð: Ø166×23 mm
— Efni: Óglerjað postulín
Má setja í uppþvottavél og örbylgjuofn. Má ekki setja inn í ofn né yfir eld. Vörurnar eru staflanlegar, harðgerðar og endingagóðar en gætu átt í hættu á að það brotni upp úr þeim við högg.
Mikado | Hafnartorgi